Skóli á föstudegi til klukkan 5 í dag

Hæ sit hér í tíma og er satt að segja að tapa áttum og níum og jafnvel tíum. Allt of langur dagur um sama efnið. Einhverjum fannst sniðugt að slá saman 2ja vikna efni í business intelligens á einn dag. Við erum búin að sitja hér núna síðan 9 í morgun (klukkan er nú 13:28) og ástkær kennari vor sem er annars ágætur hefur núna malað tölfræði í næstum 2 tíma og alla fegurðina sem hann, að hans mati, telur að liggi þar.
en í kvöld er pizza party með börnunum mínum og það heldur mér gangandi.

Á sunnudag ætla ég að kíkja til Roskilde með börnin og kíkja á Ingu Freyju og Palla. hlakka til.

Annars er nú fátt annað að frétta. Alexander naut sín vel í skólaferðalaginu og sagði við mig um daginn að hann væri búinn að sjá það að það er skemmtilegra að leika úti en að sitja og horfa á sjónvarpið. Það var nú fín uppgötvun hjá piltinum.

jæja, sjáumst síðar,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur